Takk �?li minn fyrir áskorunina, þú klikkar ekki í eldamennskunni, sama hvort það er í Skýlinu eða hjá Lilju þinni.
�?g ætla að koma með þriggja rétta matseðil með kjúklingaívafi sem ég hef æft mig með um borð í Álsey, en þar er mér ætlað að leysa af besta sjókokk landsins, Siglfirðinginn Jónas Loga!
Forréttur:
Kjúklingavængir
�?� 20 kjúklingavængir (alls ekki kaupa eitthvað foreldað drasl)
�?� 3 msk. hveiti
�?� salt og pipar
�?� paprikukrydd / chilikrydd.
Byrjið á að setja vængina, hveitið og gott dass af kryddum í plastpoka og hristið vel saman. Hveitið og kryddin eiga að þekja vængina vel.
Raðið vængjunum á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 55 mínútur. Ágætt að snúa vængjunum við á 10 mín. fresti.
Eftir 55 mín eru vængirnir settir í skál og buffalo sósa (eða BBQ sósa) blandað vel saman við. �?eim skellt aftur inn í ofninn í 4 mín. og þá eru herlegheitin tilbúin.
Berið fram með gráðostasósu, babycarrots, sellerí og einum (mega vera fleiri) ísköldum.
Aðalréttur:
Mangó chutney kjúklingabringur
�?� 800 gr. kjúklingabringur
�?� 2 dl. mangó chutney sósa
�?� 250 ml. rjómi
�?� 2 msk. karrý
�?� 1/2 kjúklingateningur
�?� 1 tsk. sítrónupipar
�?� salt og pipar.
Hitið olíu og smjör á pönnu, látið karrý á pönnuna og leyfið því að hitna vel.
Steikið því næst bringurnar á pönnunni í 2 mín. á hvorri hlið þannig að þær verði fallega brúnar. Raðið bringunum í eldfast mót og græið því næst sósuna.
Setjið rjómann og mangó chutneyið í pott og hitið við vægan hita. Allt kryddið sett út í og dass af salti og pipar.
Hrærið vel í sósunni og þegar hún hefur náð suðu þá er henni hellt yfir kjúklinginn og sett inn í ofn við 180°C í 35 mínútur.
Berið réttinn fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði og ekki verra að hafa milt og gott franskt rauðvín með þessu.
Eftirréttur:
Súkkulaði döðlugott
Kóngurinn á Morgunblaðinu, Kristófer Helgi Helgason, kenndi mér að búa til þennan skothelda eftirrétt, súkkulaði döðlugott.
�?� 200 gr. smjör
�?� 400 gr. döðlur (saxaðar smátt)
�?� 120 gr. púðursykur
�?� 150 gr. Rice Krispies
�?� 200 gr. Síríus suðusúkkulaði
�?� 3 msk. matarolía.
Bræðið smjörið í potti og bætið döðlunum og púðursykrinum saman við og hrærið vel saman þar til döðlurnar mýkjast vel. Hellið því næst Rice Krispies saman við og blandið öllu vel saman. Setjið bökunarpappír í stórt eldfast mót og hellið döðlublöndunni í mótið og sléttið þannig að það sé fallega jafnt. Mótið er sett í frysti í 10 mín og á meðan er súkkulaðið og matarolían brædd saman í potti yfir vatnsbaði.
Hellið súkkulaðiblöndunni yfir döðlublönduna og frystið aftur í 30 mínútur.
Skerið svo döðlugottið í bita og berið fram.
�?g ætla að skora næst á Sigurð Sigurðsson. Hann er því síðastur af okkur bræðrum til að hljóta þennan mikla heiður að vera matgæðingur vikunnar.
Sigurður, sem var piparsveinn nr. 6 í samantekt sem birt var í Eyjafréttum, er snillingur í eldhúsinu og mun vafalaust koma með dúndur uppskrift.
Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.