Í samtali við blaðamann í gær sagðist Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, vera nokkuð sáttur með úrslit leikjanna tveggja og að rétti leikurinn hafi unnist. Jafnframt vildi hann ekki tjá sig um möguleg kaup ÍBV á miðjumanni sem hefur verið í ferli.
Fyrirfram ásættanleg niðurstaða í þessum tveimur leikjum er það ekki? �??Eigum við ekki að segja bara að við unnum rétta leikinn, þar sem það var ekki hægt að fá jafntefli þarna á fimmtudaginn. Við vissum alltaf að við myndum ekki tapa leiknum á sunnudeginum úr því sem komið var en það var algjörlega okkur að kenna að missa þetta frá okkur þó svo það hafi ekki hjálpað að fá mark ranglega dæmt af okkur. Jú, jú, fyrirfram hefðum við verið sáttir að slá út liðið í öðru sæti deildarinnar og ná jafntefli,�?? sagði Kristján.
Hvernig standa leikmannamál, þú talaðir um að vilja fá einn leikmann í viðbót og nú er glugginn að loka? �??Eins og staðan er núna er það pappírsvinna í útlöndum sem er eftir, við höfum skilað af okkur öllu sem snýr að okkur. �?g vil svo sem ekki segja meira um það ef þetta gengur síðan ekki upp en þetta er sérkennileg staða,�?? sagði Kristján sem kveðst vera nokkuð sáttur með hóp sinn eftir félagsskiptagluggann. �??Já, já, við erum sáttir, við höfum minnkað hópinn svolítið þannig að svo lengi sem allir eru heilir þá er ég sáttur. Leikmaðurinn sem við erum í viðræðum um að fá er miðjumaður þannig við erum að leitast eftir því að styrkja það svæði fyrir komandi átök,�?? sagði Kristján að endingu.