Fasteignaverð er mismunandi eftir landsvæðum og kemur engum á óvart að það er hæst á höfuðborgarsvæðinu. Á verðsjá fasteigna á vef Fasteignamats ríkisins er hægt að skoða verð fasteigna á völdum stöðum á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er fermetraverð á fjögurra herberja íbúð á bilinu 201 til 244 þúsund á fermetra, það er hæst í Garðabæ en lægst í Hafnarfirði en fermetrinn kostar 223 þúsund i Reykjavík.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst