Klukkan 14:00 höfðu 516 kosið í forsetakosningunum, eða 16,5%. Í Vestmannaeyjum eru tvær kjördeildir og skiptist fjöldi kosningabærra aðila nokkuð jafnt á milli kjördeilda. Það á einnig við um kjörsókn því 252 höfðu kosið í kjördeild 1 og 264 í kjördeild 2. Fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn í Vestmannaeyjum að 333 utankjörfundaratkvæði hafi borist kjörstjórn í Eyjum.