Landeyjahöfn allt árið
Eftir Kristínu Jóhannsdóttur
2. mars, 2025
landeyjah_her_nyr
Herjólfur siglir inn Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Það er óásættanlegt með öllu að heil atvinnugrein sé nær óstarfhæf 6 mánuði á ári. Verðum við ekki að standa saman í baráttu fyrir því að nauðsynlegar bætur á Landeyjahöfn verði settar í forgang?

Það er hvergi betra skemmtilegra og fallegra en í Eyjum frá apríl og fram í september. Bærinn iðar af lífi, við veljum úr bestu veitingastöðum landsins og  fjölbreyttri afþreyingu. Við í ferðaþjónustunni keppum um að fá til okkar besta starfsfólkið, það er úrval af skemmtilegum störfum í ferðaþjónustunni og marga daga komast færri en vilja með Herjólfi til Eyja.

Svo kemur haustið og haustlægðirnar, ferðaþjónustfyrirtækin loka hvert af öðru, því bæði hin almenni ferðamaður, svo ekki sé talað um ferðaskrifstofur bæði erlendar og innlendar hafa engan áhuga á að selja gallaða vöru, sem ferðir frá Landeyjahöfn til Eyja eru svo sannarlega á haustin og veturnar. Óvissan um siglingarnar er slík að menn eru ekki að taka sénsinn.

Það er nánast enginn nema við Vestmannaeyingar  sem látum okkur hafa  3 til 4 klst siglingu með tilheyrandi óþæginum og ógleði á milli Eyja og Þorlákshafnar þegar ölduhæðin fer yfir 2.5 metra, sem gerist ansi oft á þessum árstíma.

Ég stjórna Eldheimum, ferðaþjónustufyrirtæki í eigu bæjarins, sem meira en blómstrar 6 mánuði ársins. Safnið er opið allt árið, þó afgreiðslu tíminn sé styttri á veturnar. Gestafjöldinn frá hausti og til vors eru ca. 0 -til 10 hræður að jafnaði.. Þegar Landeyjahöfn er lokuð líða oft heilu dagarnir án þess að nokkur gestur komi.

Ég er orðin langþreytt á að bíða eftir að nauðsynlegar framkvæmdir á Landeyjahöfn verði kláraðar svo flotta duglega ferðaþjónustufólkið okkar sem hefur lagt allt sitt undir í að koma upp fyrirtækjunum sínum geti rekið þau á ársgrundvelli eins og sjáfsagt þykir annarstaðar á landinu.

Ég er þeirrar skoðunar að þessar kröfur um jarðgöng séu fjarlægur draumur, sem stendur  samstöðu og baráttu fyrir „Landeyjahöfn allt árið“ fyrir þrifum.

Ég vil og veit  að Eldheimar geti skilað samfélaginu miklu hærri tekjum og sama er að segja um önnur ferðaþjónustu fyrirtæki.  Við gætum líka boðið fjölda skemmtilegra starfa á ársgrundvelli, fyrir utan hve samfélagið væri liflegra og skemmtilegta ef við sæum ferðamenn allt árið um kring.  Við sæjum líka oftar hér  vini okkar og ættinga sem veigra sér við að koma til Eyja frá Þorlákshöfn, skiljanlega.

Ég legg til að draumurinn um jarðgöng verði lagður til hliðar og við sameinumst um að leggja allt kapp á að fá trausta og fullgerða Landeyjahöfn strax. Við höfum ekki efni eða tíma til að spá, spekúlera og spjalla, á meðan gerist ekkert og heil atvinnugrein, ferðaþjónustan blæðir.

Það má vel vera að það sé hægt að grafa göng á milli lands og Eyja en hver heilvita maður veit að það tekur mörg ár, ef ekki áratugi og kostar hundruð milljarða, og það líka þó að Færeyingar yrðu fengnir til verksins .

 

Kristín Jóhannsdóttir

Höfundur er safnstjóri Eldheima.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst