Umferðarstofa hefur nú sent út leiðbeiningar vegna rafvespa en þeim hefur fjölgað mikið í Vestmannaeyjum undanfarið. Meðal annars kemur fram að ef rafknúin vespa kemst hraðar en 25 km./klst, þá þurfi að skrá ökutækið, tryggja það og auk þess þurfi sérstök ökuréttindi til að aka því. Þá eiga hjólin ekki að vera á götum, heldur á gangstígum eða hjólreiðastígum, sem eru reyndar ekki svo áberandi í Eyjum. Þá er minnt á að hjólin séu ekki leiktæki og mælt með því að börn yngri en 13 ára séu ekki á slíkum ökutækjum.