Í dag sameinuðust börnin á leikskólunum Kirkjugerði og Sóla á fyrrnefnda leikskólanum. Nú styttist í að starfsmenn og nemendur fari í sumarfrí og hefur sú hefð skapast hjá skólunum tveimur, að nemendur borði saman úti á þessum degi ár hvert. Veðrið lék við Eyjamenn í dag og því ekki leiðinlegt að sporðrenna pylsu og skola henni niður með ávaxtadrykk í dag eins og krakkarnir gerðu. Emma Vídó sendi Eyjafréttum nokkrar myndir sem má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst