Þær Sigga Beinteins og María Björk, söngkonur og Söngvaborgarhöfundar, eru komnar af stað með söngvakeppnina Röddin, fyrir 12 til 16 ára. Keppnin fer þannig fram að þær stöllur munu ferðast hringinn í kringum landið, finna hæfileikaríka krakka og 18. september fer svo fram lokakeppni í Reykjavík. Keppnin verður í Höllinni í Vestmannaeyjum þann 3. og 4. júlí næskomandi. Í tengslum við keppnina kemur út mjög veglegur geisladiskur með undirleik af 25 lögum án söngs, sá diskur er hugsaður sem þátttöku /skráningargjald í keppnina. Hægt verður að nálgast diskinn í N1.