Hluta áhöfnar Herjólfs var sagt upp í síðustu viku og sagði Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip að uppsagnirnar væru þær fyrstu, í ljósi þess að núna eru sex mánuðir í nýja ferju. �??�?að var nauðsynlegt að fara í þessar aðgerðir. Nokkrir starfsmenn eru með sex mánaða uppsagnafrest, einhver með 4 mánaða en megnið er með 3 mánaða uppsagnarfrest,�?? sagði Gunnlaugur.
Ný ferja kemur 1. október
�??Núverandi samningur okkar um rekstur ferjunnar er tengdur komu nýju ferjunnar og rennur samningurinn út þegar nýja ferjan byrjar að sigla og það á samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum núna að vera 1. október,�?? sagði Gunnlaugur og sagði það miður að þetta væri umhverfið sem um þessi störf gildir. �??�?að sem er sérstaklega erfitt fyrir alla starfsmenn er að það er ekki vitað hvað verður eftir komu nýju ferjunnar,�?? sagði Gunnlaugur.
Reynslumikið starfsfólk það besta í verkefnið
Eru störf fólks í hættu? �??Núverandi starfsmenn eru sannarlega þeir sem hafa mesta reynsluna og þar með þeir bestu í verkefnið, en ekkert er vitað hvað verður. Eftir því sem ég best veit liggur ekki fyrir hvernig mönnun nýju ferjunnar verður háttað, hversu margir verða í áhöfn á hverjum tíma, né heldur hvaða stöður mönnunin kallar á.�??