Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði í gær hald á um 200 gr. af ætluðu amfetamíni. Efnið fannst í bifreið sem kom með Herjólfi um miðjan dag í gær en lögreglan stöðvaði bifreiðina vegna gruns um fíkniefnamisferli. Bifreiðin var færð á lögreglustöðina þar sem lögregluhundurinn Luna þefaði efnin uppi. Þrír aðilar voru í bílnum og voru allir handteknir. Í kjölfarið var gerð leit í þremur íbúðum og einum báti í Vestmannaeyjum. Tveir aðilar í viðbót voru handtekin, maður á sextugsaldri og kona á fertugsaldri.