Landgræðslan hefur nú lokið við að sá lúpínufræi í um þrjátíu hektara svæði á Bakkafjöru. Sáð var þar sem melgresi hafði verið sáð áður í þeim tilgangi að bæta jarðveg og spara áburð með því að nýta eiginleika lúpínunnar til áburðarframleiðslu. Þetta kemur fram á heimasíðu Landgræðslunnar. Þar segir að góð reynsla sé af sáningu á lúpínu að hausti. Þannig geti fræið spírað snemma næsta vor og vaxtartíminn nýst betur en með hefðbundinni vorsáningu.