Maður spyr sig
4. janúar, 2024
Skæringur Óli Þórarinsson

Landeyjahöfn og dýpkunaraðgerðir hafa verið eflaust verið mörgum ofarlega í huga síðustu misseri. Umrætt viðfangsefni hefur í það minnsta verið mér ofarlega í huga og ég ákvað að fara aðeins í að kynna mér þetta málefni aðeins betur til að fá svör við spurningum sem ég hafði. Mig langaði að deila með ykkur því sem ég hef lært, uppgötvað og komist að. Þær heimildir sem ég sótti og las eru:

-Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Landeyjahöfn
-Útboðsgögn Vegagerðarinnar
-Samningar Vegagerðarinnar við Björgun frá 2019-2025
Jafnframt lagði ég fram eftir lesningu nokkrar spurningar sem ég sendi beint á Vegagerðina sem ekki fengust svör við í ofantöldum gögnum.
Í útboðsgögnum er gerð krafa um að verktaki skaffi skip sem er fært um að dæla við vissar aðstæður. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar uppfyllir Álfsnes öll þau skilyrði. Það má því draga af því þá ályktun að annaðhvort þyrfti að hækka staðla um við hvaða skilyrði skipið þarf að geta athafnað sig eða þá að mögulega þurfi að auka eftirlit með því hvort aðstæður séu vissulega ofan settra marka.
Í samningi sem gerður var við Björgun árið 2019 voru þau skilyrði sett að skipið sem nota átti til dælingar skyldi vera við bryggju annaðhvort í Landeyjum eða í Vestmannaeyjum. Því var breytt í samningnum sem var gerður fyrir tímabilið 2020-2021 og var Þorlákshöfn bætt við sem biðhöfn. Í svari frá Vegagerðinni var sagt að þeir hyggðust ekki gera kröfu um að breyta því, ,,enda á verktaki að koma í tæka tíð enda sigling frá Þorlákshöfn aðeins 5 tímar”. Svar Vegagerðarinnar er stutt og skýrt ; Nokkrir tapaðir klukkutímar skipta engu máli, þrátt fyrir að þegar upp er staðið hleypur þetta á heilu verkdögunum sem ekki nýtast í að vinna það verk sem verið er að greiða fyrir.
Í útboðsgögnunum er kveðið á um að Vegagerðin hafi heimild til þess að sekta verktakann fyrir að vera ekki við dælingu ef aðstæður eru í lagi en verktaki er ekki að sinna dælingu. Mig langaði að vita hversu oft þessu ákvæði hefði verið beitt og svar Vegagerðarinnar var einfalt : Aldrei. Hér langar mig að koma aftur inn á punkt hér aðeins ofar um eftirlit. Í þau skipti sem Björgun hefur sagst ekki geta sinnt dýpkun, hefur það alltaf verið sannreynt? Hefur það nokkrum sinnum verið athugað? Hefur það einhverntímann verið vaktað?
Ég hef orðið var við gífurlega óánægju með þau vinnubrögð sem Björgun hefur viðhaft og sérstaklega núna upp á síðkastið. Það lá því beinast við að spyrja Vegagerðina hvort það hafi komið til tals að rifta samningnum við Björgun. Enn og aftur var svarið stutt og laggott. “Það hefur ekki komið til tals.”
Mig langar einnig að minnast stuttaralega á dælubúnaðinn í Landeyjahöfn. Það var nefnilega keyptur dælubúnaður fyrir litlar 100 miljónir króna sem átti að setja upp í höfninni. Hætt var við að setja hann upp í miðri uppsetningu og einu útskýringarnar sem ég fengið er að Vegagerðin hafi ofmetið dælugetu búnaðarins og því væri ekki réttlætanlegt að setja hann upp. Téður búnaður liggur því ónotaður á lager hjá Vegagerðinni og maður spyr sig hversu mikið sá búnaður gæti dælt ef hann væri til staðar núna.
Fyrir mig hefur þetta verið gífurlega fræðandi ferli. Það þykir ljóst að nú er kominn tími á einhverjar breytingar. Íbúar Vestmannaeyja búa við stöðuga óvissu um samgöngur á milli lands og eyja. Þessi siglingarleið ferjar matvöruna okkar, meginpart þeirrar vöru sem verslanir í okkar heimabæ bjóða upp á, steypuna sem fer í húsin okkar, fisk sem bæði kemur hingað til vinnslu sem og fiskur sem fer héðan, ýmist í útflutning eða í aðrar vinnslur og umfram allt er þetta sú leið sem flest okkar þurfa að notfæra sér til að sækja þjónustu sem ekki er boðið upp á í okkar heimabæ, sér í lagi heilbrigðistengda. Svo má ekki gleyma að nefna túrista, jafnt innlenda sem erlenda, sem streyma hér á sumrin þegar samgöngurnar eru í lagi og fylla bæinn okkar af lífi sem er sárlega saknað á veturna.
Langar svona í lokin að vekja athygli á einu sem hefur angrað mig stórlega. Björgun er dótturfyrirtæki í eigu félagsins Hornsteins ehf. Forstjóri Hornsteins ehf er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar sem sat á þingi þegar samið var við Björgun í árslok 2018. Ekki mikið löngu síðar sagði hann starfi sínu sem þingmaður lausu og tók við rekstri fyrirtækis sem hafði tryggt sér bitastæðan ríkissamning sem hefur síðan þá verið endurnýjaður oftar en einu sinni. Kannski er ég að tengja saman punkta sem ekki eru til staðar en eftir öll þá spillingu sem hefur fengið að grassera í kringum pólitíkina hér á Íslandi að þá er ekki laust við það að spyrja sig hvort hér sé verið að nota okkar samgöngur sem peningamaskínu fyrir háttsetta einstaklinga sem hafi meiri áhuga á stöðugri innkomu en að leysa vandamálið?

Maður spyr sig.
Skæringur Óli Þórarinsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst