Makrílveiðar eru um það bil að hefjast og flest skip og útgerðir, sem hyggja á veiðar, um það bil að byrja eða í startholunum. Huginn VE er á síld og makrílveiðum og var nýkominn á miðin við Þórsbanka á miðvikudagsmorgun. „Þetta er í það fyrsta, þeir tóku eitt hal og það er ekkert að gerast ennþá,“ sagði Páll Guðmundsson, útgerðarstjóri, enda veiðarnar rétt að byrja. Gandí VE er, eins og Huginn, á síld og makríl og var á leið á miðin á miðvikudagsmorgun.