Makrílveiðum er senn að ljúka bæði hjá skipum Ísfélags og Vinnslustöðvarinnar enda eru þau búin að ná þeim veiðiheimildum í makríl sem félögin ráða yfir. Huginn VE er sömuleiðis um það bil að ljúka veiðum en hann var með 10.000 tonna veiðiheimildir í makríl. Skip Vinnslustöðvarinnar hafa sótt rúm 14.500 tonn og skip Ísfélagsins 16.700 tonn. Samtals eru þetta 41.200 tonn og munar um minna fyrir sjómenn og fólk í landi. Mikil vinna hefur verið hjá fólki í landi og langt er síðan skólafólk hefur haft eins mikla vinnu sem hlýtur að teljast gott á krepputímum.