Jæja kæru eyjamenn.
Nú er svo komið að ég finn mig knúinn til að leggja nokkur orð til umfjöllunar vegna Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.
Málið varðar ástand stofnunarinnar, við megum ekki gleyma því að þetta ástand er ekki aðeins bundið við okkar stofnun, þetta er svona um allt land og síst verra hér en annarsstaðar.
Auðvitað eigum við að hugsa um okkar heimabæ og láta okkur ekki varða aðra staði, en þegar við leggjum málefninu lið í umfjöllun um þessa stofnun sem okkur er svo kær, þá verðum við að vanda mál okkar og flytja ekki fréttir útá netmiðla með vafasömum fullyrðingum.
Hér við þessa stofnun eigum við frábært læknateymi, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað starfsfólk sem leggja sig fram um að afstýra því að hér geti orðið slíkt ástand sem fullyrt hefur verið á netheimum, það er bara alls ekki svo.
Við þessa stofnun starfar framkvæmdastjóri sem hefur sér til aðstoðar yfirmenn á stofnuninni , þetta er sá hópur sem ber þungann í að stofnunin gangi með nánast fullri þjónustu, þessu fólk ber að þakka fyrir frábæra vinnu nótt sem nýtan dag.
�?að má lengi deila um þjónustustigið en ef fólk hægir á sér og kynnir sér málin vel, þá er þjónustustigið gott á miðað við ástand í rekstri stofnunarinnar. Eins og ég nefndi þá er hér frábært starfsfólk og mér dettur ekki í hug að halda að það sé að sluksa við þjónustu bæjarbúa, við getum verið stolt og eigum að vera það, styðja við bakið á okkar fólki og stofnuninni, hún er vissulega í öldudal og neikvæð umfjöllun veldur aðeins meiri skaða.
�?g sem starfsmaður veit að leiðin liggur aðeins uppá við og með hjálp ykkar bæjarbúa mun það takast, það eina sem við getum gert er að fjalla um stofnunina OKKAR með jákvæðni, þvi við getum treyst okkar yfirmönnum.
Með bestu kveðju
Halldór B. Halldórsson umsjónarmaður HSV