Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Íslands í 2:1 sigri á Svíþjóð í Algarve-mótinu í knattspyrnu í dag. Mótið fer fram samnefndum bæ í Portúgal en Svíar komust yfir 0:1 strax á 2. mínútu en Margrét Lára jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Katrín Jónsdóttir skoraði svo sigurmarkið á 54. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.