Nú rétt í þessu var birt tilkynning á facebooksíðu knattspyrnudeildar ÍBV að úganski knattspyrnumaðurinn Tonny Mawejje hafi skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Mawejje hefur verið í herbúðum Eyjamanna síðustu fjögur árin, spilað 92 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skorað í þeim níu mörk.