Minni þörf á dýpk­un á næstu árum
29. ágúst, 2018

Vega­gerðin reikn­ar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Land­eyja­höfn á næstu þrem­ur árum en þurft hef­ur síðustu fjög­ur árin. Staf­ar það af því að nýja Vest­manna­eyja­ferj­an rist­ir grynnra en nú­ver­andi Herjólf­ur.

Vega­gerðin hef­ur boðið út dýpk­un við Land­eyja­höfn næstu þrjú árin. Miðað er við 300 þúsund rúm­metra dýpk­un á ári, eða sam­tals 900 þúsund rúm­metra. Á ár­un­um 2015 til 2017 nam dýpk­un­in 500 til nærri 600 þúsund rúm­metr­um á ári og það sem af er þessu ári 385 þúsund rúm­metr­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sig­urðar Áss Grét­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sigl­inga­sviðs Vega­gerðar­inn­ar, staf­ar mun­ur­inn á milli ára af mis­mun­andi öldufari en einnig af því hvaða svæðum er dýpkað á hverju sinni. Þannig var mikið dýpkað fyr­ir utan höfn­ina á ár­inu 2015, þegar magnið var mest, og inn­an hafn­ar 2017.

Mbl.is greindi frá.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.