Í gær var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum og beðið fyrir þeim sem slasast hafa. Viðbragsaðilar mættu í messuna. Í gærkvöld mættu viðbragðsaðilar frá Björgunarfélaginu, sjúkraliðinu og lögreglu ásamt séra Guðmundi Erni. Einnig voru nokkrir aðilar sem mættu þrátt fyrir ískaldan sunnudag. Falleg stund við hlið kirkjugarðsins þar sem kveikt var á kertum til að minnast fórnarlamba umferðarslysa. Þetta er í fjórtánda sinn sem minningardagurinn er haldinn á Íslandi.
Í ár var kastljósinu beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þ.m.t. banaslys, sem rakin eru beint til þess. Gögn frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu sýna að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Alvarleg slys vegna svefns og þreytu undir stýri voru sérstaklega mörg í fyrra, 21 alvarlegt slys og eitt banaslys. Svefn og þreyta var því orsök í rúmlega 9% skráðra tilvika um alvarleg slys eða banaslys.
Táknrænar minningarstundir voru haldnar hringinn í kringum landið af þessu tilefni. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með minningarstundinni í Eyjum í gegnum linsuna og má sjá fleiri myndir neðst í þessari frétt.
Þreyta er stórhættulegt ástand við akstur. Til að fyrirbyggja syfju og þreytu ökumanns er gott að við höfum eftirfarandi í huga:
Ef allt þetta þrýtur þ.e. ef syfja og þreyta nær yfirhöndinni skal:
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.624 látist í umferðinni á Íslandi (til og með 15. nóvember 2024). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Það sem af er þessu ári (2024) hafa 13 einstaklingar látið lífið í umferðinni hér á landi. Það er fimm fleiri en allt árið 2023 þegar 8 einstaklingar létust. Árið 2022 létust 9 einstaklingar.
Undanfarin tíu ár (2014-2023) létust að meðaltali 11,2 í umferðinni á hverju ári. Tíu ár þar á undan (2004-2013) létust að meðaltali 16,1 á ári í umferðinni hér á landi.
Alvarleg slys og banaslys vegna svefns og þreytu undir stýri voru sérstaklega mörg í fyrra. Alls varð eitt banaslys og 21 slasaðist alvarlega vegna slysa sem reka mátti til svefns. Því til viðbótar varð annað banaslys þar sem líklegt er talið að ökumaður hafi sofnað en það var ekki hægt að staðfesta. Meðfylgjandi mynd sýnir tölur úr slysaskrá Samgöngustofu.
Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst