Töluvert mistur er við Vestmannaeyjar. Þar er bjart og fallegt veður en sérstaklega mikið mistur er austan við eyjarnar sem gæti verið vegna eldsumbrotanna í Grímsvötnum. Í norðlægum áttum að undanförnu hefur reyndar verið töluvert mistur við eyjarnar vegna foks frá Suðurlandsundirlendinu.