Mögnuð tilfinning að hafa þverhnípt­an hamravegg­inn á hægri hönd
15. júní, 2012
Ég nýt þess að sigla inn mikilfenglegustu innsiglingu í heimi. Mig hefur lengi langað til að heimsækja þessa mögnuðu eyju sem hefur að geyma alla þessa stórbrotnu náttúru. Leið mín liggur inn í þann fræga Herjólfsdal. Ég geng hughrifin eftir Hamarsveginum, það er mögnuð tilfinning að hafa þverhníptan hamravegginn á hægri hönd og fugla­gargið allt um kring. Skyndi­lega hefur svo þessi ævintýraveröld tekið á sig nýja mynd. Hvað er að gerast? Allt í einu stend ég á miðju, stærðarinnar bílaplani og við mér blasir upplýst sex hæða glerblokk út úr löskuðu berginu. Ég heyri ekki lengur gargið í fuglunum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst