Vestfirski tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, tróðu upp ásamt unnustu sinni, Rúnu Esradóttur en Mugison náði upp mjög góðri stemmningu í brekkunni áður en Fjallabræður tóku við kyndlinum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Mugison fær alla brekkuna til að syngja undir með sér í laginu Gúanóstelpan. Sjón er sögu ríkari.