Myndlistarkonan Sigurdís Harpa Arnardóttir er Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2017. �?að var tilkynnt í Einarsstofu á sumardaginn fyrsta. Sjálf var hún ekki viðstödd en faðir hennar, Arnar Ingólfsson tók við viðurkenningunni úr hendi Trausta Hjaltasonar, formanns fjölskyldu- og tómstundaráðs. Hann sagði að fjölmargar umsóknir hefðu borist frá hæfileikaríku fólki sem sýndi hvað menningarlíf í Vestmannaeyjum er öflugt.
Sigurdís Harpa fæddist í Vestmannaeyjum árið 1964 og ólst hér upp. Hún hélt til Akureyrar í nám árið 1989 og lauk prófi frá Myndlistarskóla Akureyrar árið 1994. �??�?g hef starfað sem myndlistarmaður síðan ég lauk námi,�?? segir Sigurdís. �??Einnig hef ég kennt myndlist við grunnskóla og framhaldsskóla. Flestir atburðir lífs míns hafa áhrif á mig sem myndlistarmann og þá ekki síst uppvaxtarár mín í Vestmannaeyjum. �?g hef verið búsett í Reykjavík um árabil og unnið þar að myndlist minni.�??
Sigurdís Harpa er mjög afkastamikill listamaður og eru verk hennar víða að finna í Vestmannaeyjum. Hún hefur haldið fjölda sýninga víða um land og þar af einar 15 í Eyjum. Síðast í apríl 2015 í Einarsstofu.
�??�?g vil þakka fyrir heiðurinn og allar kveðjur, blóm og hlý orð í minn garð,�?? sagði Sigurdís Harpa í spjalli við Eyjafréttir. �??�?g ætlaði að koma með sýningu um Goslok en því miður voru Eldheimar þegar bókaðir í annað. �?g stefni á að sýna þar þegar nánar liggur fyrir um hvenær þar er ekki fullbókað.�??
Sigurdís Harpa segir að sýningin sé langt komin. �??Um er að ræða olíverk og verk unnin með blandaðri tækni og einnig verk unnin á kínverskan pappír. Verkin eru mjög Eyjatengd og má þar minna á tengingar við náttúruna, Ása í Bæ, Ingólf afa minn og Oddgeir meðal annarra.
Einnig stefni ég að því að sýna á menningarnótt í Reykjavík. Allir eru velkomnir að kíkja til mín á vinnustofuna að Súðarvogi 20 í Reykjavík, vinsamlegast hafið samband áður,�?? sagði Sigurdís Harpa, Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2017 að endingu.