Í veðurblíðunni sl. mánudagsmorgun nýttu margir hópar af Sóla sér að fara út í náttúruna til þess eins að njóta þess að vera til. Einn hópur drengja varð reyndar fyrir frekar miklum vonbrigðum er hann hélt niður í Hraunskóg (Dauðadal) upp á hrauni en þar var aðkoman einkar subbuleg eftir grillveislu einhverra umhverfissóða sem ekki gengu frá eftir sig. Sem betur fer er krökkunum á Sóla annt um náttúruna en þessi tiltekni hópur drengja tók sig til og hreinsaði svæðið. Vilja þeir koma því á framfæri að að allir eigi að ganga vel um náttúruna okkar.