Fyrir tæpum tveimur vikum fundaði Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar þar sem tíðrædd leikskólamál voru fyrsta mál á dagskrá. �?ar var lögð fram tillaga um stækkun Kirkjugerðis til að sporna við mögulegum biðlistum síðar meir. Í fundargerðinni segir að �??staða inntöku leikskólabarna nú er sú að 1. september 2017 verða 38 börn orðin 18 mánaða og verður að öllu óbreyttu hægt að bjóða þeim öllum pláss í leikskólum sveitarfélagsins. Í árslok verður hinsvegar komin upp sú staða að biðlistar myndast verði ekki gripið til einhverra ráða.
Eins og komið hefur fram er markmið Vestmannaeyjabæjar að bjóða öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss.�?? Lagði fræðsluráð þá eftirfarandi til:
�?� Byggð verði ný leikskóladeild
við Kirkjugerði sem getur tekið um 20-25 börn í blandaðri deild.
�?� Miðað verði áfram við sama
fjölda barna á Kirkjugerði og er í
dag þar til að ný leikskóladeild
verður tilbúin.
�?� Leitað verði samninga við
Hjallastefnuna um að áfram verði
miðað við aukinn fjölda á Sóla
eða 1.103 dvalargildi, líkt og gert
hefur verið upp á síðkastið.
Stækkun Kirkjugerðis felur m.a. í sér að byggja við norðurhluta leikskólans, nýja deild sambærilegri þeim í suðurhlutanum en með tilkomu slíkrar deildar á leikskólaplássum að fjölga enn frekar eins og gefur að skilja. Í fundargerðinni eru kostnaðartölur einnig gróflega áætlaðar þar sem þær liggja ekki fyrir að svo stöddu enda hönnunar- og teikningavinna enn eftir. Ekki er ólíklegt að kostnaður geti legið nærri 40 til 50 milljónum og rekstrarkostnaður á bilinu 15 til 20 milljónir á ári miðað við reksturinn í ár.
�??Á þessu kjörtímabili hefur mikil áhersla verið lögð á að bæta enn við í þjónustu við börn og barnafjölskyldur,�?? segir Elliði Vignisson bæjarstjóri þegar blaðamaður ræddi við hann í enn eitt skiptið um leikskólamál Vestmannaeyja. �??�?annig voru teknar upp heimagreiðslur til foreldra, þjónusta dagmæðra niðurgreidd frá níu mánaða aldri, inntöku barna á leikskóla var flýtt og inntökudögum fjölgað, frístundir barna niðurgreiddar um 25.000 krónur og ýmislegt fleira. Einn liður í þessu er að tryggja að við getum staðið við þá stefnu okkar að bjóða öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss.�??
Talað er um í fundargerðinni að biðlistar gætu myndast um næstu áramót ef ekkert verður gert. Hvenær má búast við því að framkvæmdir hefjist og að deildin verði tilbúin til notkunar? �??Við vinnum þetta eins hratt og við getum. �?að eru komnar aðalteikningar sem verið er að útfæra. Framkvæmdin er komin í grenndarkynningu og byggingaleyfi fæst ekki fyrr en að því loknu. Við vonumst til að geta boðið þetta út seinnipartinn í apríl og framkvæmd gæti þá hafist um mánaðamótin apríl og maí. Ef allt gengur eftir vonumst við til að geta tekið deildina í notkun snemma á næsta ári,�?? segir Elliði.
Ef sú staða kemur upp að ekki verður hægt að taka ný 18 mánaða börn inn um áramótin, er þá einhver önnur tímabundin lausn í stöðunni? �??Við höfum möguleika á að fjölga eitthvað plássum í leikskólunum eins og þeir eru núna en vonandi reynir ekki á það,�?? segir Elliði.
Einnig er minnst á í fundargerðinni að leitað verði samninga við Hjallastefnuna um að áfram verði miðað við aukinn fjölda á Sóla eða 1.103 dvalargildi, líkt og gert hefur verið upp á síðkastið. Hvað er stefnt á að auka mikið við fjöldann á Sóla á næstu misserum? �??Við erum þessa dagana í viðræðum við Hjalla og of snemmt að segja til um það. Við erum mjög ánægð með þjónustu beggja leikskóla og teljum jákvætt að hafa ákveðna fjölbreytni í rekstrarformi og faglegum áherslum. �?að er hinsvegar of snemmt að segja til um hver lokafjöldi barna verður á Sóla á næstu misserum og hvernig skiptingin verður þarna á milli,�?? segir Elliði að lokum.