Kynningarstikla heimildarmyndar um þrettándann með myndefni frá þrettándagleði ÍBV sem fram fór í Vestmannaeyjum 9. janúar 2016 ásamt brotum úr viðtölum við nokkra sem koma að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Í stiklunni sjást myndir af tilraun Grýlu og Leppalúða til að troða barni í poka ásamt einstökum myndum úr myndavélum í kjafti trölls og á höfði barna.