Í dag eru Framsóknarmenn að fá með póstinum atkvæðaseðil sinn vegna vals á lista til alþingiskosninga. Sú aðferð að senda hverjum framsóknarmanni atkvæðaseðil er lýðræðislegri en fulltrúaval kjördæmisþinga en um leið aðferð til að halda niðri kostnaði við opin prófkjör. Þessi aðferð er einnig í takt við þá tíma sem við lifum þ.e. aukið lýðræði til fólksins en um leið aðhaldssöm. Með þessu móti geta allir lagt sitt á vogarskálarnar með jöfnum þunga, þ.e. einn maður – eitt atkvæði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst