Nýlega kom til Eyja nýr skemmtibátur og sem hlotið hefur nafnið Jötunn. Báturinn er skráður sem farþegaskip og er 10 metra langur. Aðalvélar eru tvær Suzuki utanborðsvélar, samanlagt gefa þær 440 hestöfl. Báturinn er í eigu Ribsafari ehf, fyrir eiga þeir annann samskonar bát sem þeir keyptu á síðasta ári, hann heitir Ribsafari.is.