Nýtt bókunarkerfi fyrir Herjólf verður tekið í gegnið á morgun, miðvikudag en hægt verður að bóka ferðir fram til 31. maí í nýja kerfinu og opnað verður fyrir bókanir sumarsins um leið og áætlun fyrir það verður tilbúin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstaraaðila Herjólfs en meðal nýjunga sem boðið verður upp á er að nú verður hægt að prenta farseðla út beint af netinu og hægt verður að láta farþega vita með tölvupósti og sms-skilaboðum ef breyting verður á áætlun ferjunnar. Tilkynningu Eimskips má lesa í heild sinni hér að neðan.