Það eru sjálfsagt margir sem reka upp stór augu þegar þeir lesa fyrirsögnina við þessa frétt enda hefur bensínverð í Vestmannaeyjum til þessa verið við efri mörk en þau neðri. En annað hefur komið á daginn því nú er lægsta bensínverðið á landinu í Eyjum. Orkan býður bensínlítrann nú á 186 krónur en ÓB á 186,10. Díselverð er einnig það lægsta á landinu í Vestmannaeyjum en dísellítrinn hjá Orkunni er á 183 krónur en 183,1 hjá ÓB.