Danski sóknarmaðurinn Christian Olsen er kominn með leikheimild og getur því leikið með ÍBV frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram á Mbl.is en í gær staðfesti Hannes Gústafsson, varaformaður knattspyrnuráðs að ekki væri búið að semja við leikmanninn. Hins vegar væri búið að komast að munnlegu samkomulagi en Hannes sagði að enn væri verið að safna fjármagni áður en skrifað verður undir samning við leikmanninn.