„Það liggur fyrir að Heilbrigðisstofnun hefur sagt upp samningi við lögregluna um sjúkraflutninga í kaupstaðnum og mun sú uppsögn taka gildi frá 1. júní nk. að óbreyttu. Ástandið er grafalvarlegt, ég dreg ekki fjöður yfir það,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, um þá stöðu sem komin er upp nú þegar allt stefnir í að lögreglan missi sjúkraflutninga.