Steinunn Einarsdóttir, myndlistarmaður opnar sýningu klukkan átta á föstudagskvöldið í Svölukoti. Þar ætlar Steinunn að sýna um 60 myndir, olíu- vatnslita-, akrílmyndir og teikningar. „Þetta eru bæði nýjar og gamlar myndir,“ sagði Steinunn sem hefur verið dugleg að sýna undanfarin ár.