Líkt og undanfarin ár verður öflugt barna- og unglingastarf hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja í sumar, skipulegar æfingar og golfmót fyrir öll börn á grunnskólaaldri. �??Margir iðkendur hafa verið að æfa í allan vetur og vonandi koma fleiri í sumar og kynnast golfíþróttinni. Golfklúbburinn ætlar að vera með opna daga fyrir alla grunnskólanemendur í næstu viku en þá eru allir velkomnir að koma á æfingar og prufa,�?? segir Einar Gunnarsson, PGA golfkennari GV en opnu dagarnir verða 6. – 8. júní á eftirfarandi tímum:
1. og 2. bekkur 09:00-10:30
3. og 4. bekkur 11:00-12:30
7. og 8. bekkur 13:00-14:15
5. og 6. bekkur 14:30-15.45
9. og 10. bekkur 16:30-17:30