Eyjastúlkur unnu afar sannfærandi sigur á Fram í gærkvöldi þegar liðin mættust á Hásteinsvellinum. Lokatölur urðu 6:0 og hefði sigur ÍBV vafalaust getað verið mun stærri. Þar með er ÍBV búið að vinna fyrstu þrjá leikina og markatalan er ekki slæm, 22 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. ÍBV leikur næst gegn Þrótti í bikarnum á föstudag.