Óvissa er með seinni tvær ferðir Herjólfs í dag, miðvikudaginn 10. október. Ölduspá er ekki hagstæð en samkvæmt áætlun á skipið að sigla frá Vestmannaeyjum 17:30 og 20:30 en frá Landeyjahöfn 19:00 og 21:30. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip en þar kemur jafnframt fram að nánari upplýsingar verði gefnar út klukkan 12, þegar ný ölduspá liggur fyrir.