�?jóðhátíðarlagið í ár verður samið og flutt af Röggu Gísla – texti í höndum Braga Valdimars Skúlasonar og Retro Stefson bræðurnir Logi & Pedro sjá um upptökur – svo sannarlega stórkostlegur hópur listamanna með lagið í ár og verður gaman að fylgjast með viðbrögðum landsmanna þegar það verður frumflutt föstudaginn 9.júní.
Hin eina sanna Ragga Gísla bætist þá í magnaða dagskrá �?jóðhátíðar í Eyjum.
Dagskráin í Eyjum:
Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Aron Can, Páll �?skar, Hildur, Skítamórall, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik �?mari og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Alexander Jarl, Stuðlabandið og Brimnes.