Eftir að Róbert Marshall sagði skilið við áfengið hefur hann ekki bara meiri orku í fjölskyldulíf, fjallgöngur og langhlaup heldur í starf sitt líka. Hann hefur mikinn metnað og ætlar sér langt. „Ég hef sumpart upplifað það þannig að ég hafi setið á aftari bekkjunum í þinginu síðustu þrjú árin. Mér finnst ég hafa náð að vinna ágætlega út frá þeirri stöðu og það hefur verið lærdómsríkt, en ég vil framar. Ég hef metnað til þess að vera í forystu Samfylkingarinnar í næstu kosningum og sitja í næstu ríkisstjórn,“ segir hann.