Rör dæluskipsins Skandiu brotnaði við dýpkun Landeyjahafnar á laugardag. Rörið fór þó ekki í sundur og var hægt að halda dælingu áfram. Atvikið átti sér stað þegar verið var að bakka dæluskipinu í hafnarmynninu en rörið hangir neðan úr skipinu aftanverðu.