Sæheimar �?? Fiskasafn eða bara Fiskasafnið eins og heimamenn kalla það, var stofnað árið 1964 af mikilli elju og framsýni. Safnið hefur ekki breyst ýkja mikið á þeim rúmlega 50 árum sem það hefur verið starfrækt og er það því frekar lítið og gamaldags miðað við nútíma fiskasöfn en er á sama tíma mjög sjarmerandi safn með persónulegt viðmót.
Á safninu eru tólf sjóker með lifandi fiskum og öðrum sjávarlífverum sem sjómenn Eyjanna færa safninu að gjöf. �?eir hafa einnig gefið safninu fjölda sjaldgæfari tegunda sem hafa verið stoppaðar upp og eru til sýnis. �?essi mikli velvilji sjómanna í garðs safnsins er afar dýrmætur og hefur frá upphafi lagt grunninn að starfsemi þess. Á safninu eru einnig allir íslensku varpfuglarnir uppsettir auk fjölda flækingsfugla. �?ar er sömuleiðis eggjasafn, skeljasafn, skordýrasafn og glæsilegt steinasafn.
Eitt helsta aðdráttarafl safnsins eru lundarnir þrír, sem eru búsettir á safninu. �?að eru þau Tóti, Hafdís og Karen. �?llum var þeim bjargað sem litlum pysjum, en þóttu ekki líkleg til að geta bjargað sér úti í náttúrinni. �?eim var því gefið heimili á safninu og una þar hag sínum vel. Gestir safnsins fá að hitta einn af lundunum, taka myndir af þeim og fá að heyra lundasögur.
Tóti er frægur
Tóti er bæði elstur og frægastur af lundunum. Hann er nefndur eftir fótboltastrák hjá ÍBV og á því sérsaumaða ÍBV fótboltatreyju. Síðastliðið sumar fékk hann svo einnig landsliðstreyju eins og flestir aðrir landsmenn. Líklega er þetta eini lundinn í heiminum sem á föt. Gestir okkar hafa skrifað um Tóta á netinu t.d. á Tripadvisor, sem er mikið notað af ferðamönnum og hefur því hróður hans farið víða. Við höfum meira að segja fengið til okkar gesti sem segja það hafa verið kveikjan að Íslandsferðinni að lesa um Tóta á netinu.
Einn af föstum liðum í starfsemi safnsins er að starfrækja svokallað pysjueftirlit. �?á koma þeir sem finna pysjur í bænum með þær á safnið þar sem þær eru vigtaðar og vængmældar áður en þeim er sleppt á haf út. �?annig fást mikilvægar upplýsingar um fjölda og ástand pysjanna ár hvert. Lundinn við suðurströndina hefur í nokkur ár lent í vandræðum við uppeldi pysjanna vegna fæðuskorts og því fáar pysjur komist á legg. Sum árin hafa aðeins örfáar pysjur flogið í bæinn. En síðustu tvö ár hefur þó ástandið verið betra og í fyrra björguðu bæjarbúar yfir 2.600 pysjum og komu með þær í mælingu. �?etta er mjög skemmtilegt tímabil og mikið fjör og fjaðrafok á safninu. Ferðamönnum sem hingað koma finnst frábært að verða vitni að pysjubjörgun. Ekki bara að pysjunum skuli bjargað heldur einnig að börnin taki svo ríkan þátt í björguninni. Ennfremur fær safnið hrós fyrir aðkomuna að björgunarstarfinu.
Eins og á öðrum ferðamannastöðum hefur fjöldi gesta aukist jafnt og þétt síðustu ár. Fyrir um tíu árum síðan þóti gott að fá 6000 til 7000 gesti á ári. Nú eru þeir nálægt 20.000 á ári hverju. Eins og áður sagði er safnið ekki stórt og er því oft þröng á þingi þegar mest er yfir sumarmánuðina. Stefnt er að því að flytja safnið í stærra húsnæði innan fárra ára.