Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips ítrekar að ekki sé hægt að taka einn þátt úr varðandi þau vandamál sem hafa skapast í Landeyjahöfn, eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri gerir í aðsendri grein sem birtist á Eyjafréttum. Ólafur segir að samverkandi þættir valdi því að ekki sé hægt að sigla upp í Landeyjahöfn, ekki bara að beðið sé eftir niðurstöðu Rannsóknanefndar sjóslysa, eins og bæjarstjóri segir.