,,Gleðifrétt!! Núna í dag komst á hreint að í sumaráætlun Herjólfs frá og með 15. maí, verður bætt við einni ferð í Landeyjahöfn á miðjum degi fimm daga vikunnar frá því sem verið hefur. �?etta þýðir sem sagt að siglt verður í Landeyjahöfn sex sinum á dag – alla daga vikunnar,” segir Páll Magnússon, þingmaður sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi á FB-síðu sinni nú rétt áðan.
,,Hér hafa lagt hönd á plóginn Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. �?g þakka þeim öllum fyrir að sýna þessu nauðsynjamáli okkar Eyjamanna skilning,” segir Páll einnig en síðasta sumar fór Herjólfur sex ferðir í Landeyjahöfn föstudaga og sunnudaga, Aðr daga voru ferðirnar fimm.