Síðustu tonnin af 150 þúsund tonna kvóta á leið í land
21. mars, 2013
Nú er loðnuvertíð að ljúka. Skip Ísfélagsins eru í sinni síðustu veiðiferð og skip Vinnslustöðvarinnar og Huginn hafa lokið veiðum þessa vertíðina. Menn eru almennt ánægðir með vertíðina og þetta árið var það vestanganga sem kom til bjargar í lokin. Heildarkvóti Eyjaskipa er tæp 150 þúsund tonn og eru þrjú skip Ísfélagsins á miðunum á Breiðafirði að ná í síðustu tonnin á þessari vertíð.