ÍBV hafði betur gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Leiknum lyktaði með 1:0 sigri heimamanna þar sem Cloe Lacasse skoraði markið á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Aðstæður í Vestmannaeyjum í kvöld voru ekki þær bestu fyrir knattspyrnuiðkunn, rok og slydda á köflum, og setti það svo sannarlega svip á leikinn sem var ekki mikið fyrir augað.
Hér má sjá myndir frá leiknum.