Karlalið ÍBV og Stjörnunnar mættust tvívegis í síðustu viku, fyrst í Borgunarbikarnum á fimmtudeginum þar sem Eyjamenn höfðu betur 1:2 og svo í Pepsi-deildinni á sunnudeginum þar sem lokatölur urðu 2:2.
Bresku varnarmennirnir, David Atkinson og Brian Stuart McLean, sem gengu til liðs við ÍBV í félagsskiptaglugganum komu báðir inn í byrjunarliðið í undanúrslitaleiknum en með Hafsteini Briem mynduðu þeir hjarta varnarinnar. Fyrsta hættulega færi Eyjamanna kom ekki fyrr en á 36. mínútu en þá átti Mikkel Maigaard skot fyrir utan teig sem Haraldur í marki Stjörnunnar þurfti að hafa sig allan við til að verja.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 60. mínútu en þar var að verki Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en fyrirgjöf hans utan af kanti fór yfir Derby Carillo og endaði í netinu. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Hafsteinn Briem metin fyrir ÍBV en þá fylgdi hann eftir skoti Kaj Leó í Bartalstovu sem hafði gert vel í aðdragandanum. Kaj Leó var síðan aftur á ferðinni á 73. mínútu en eftir leiftursókn Eyjamanna þrumaði Færeyingurinn boltanum í fjærhornið, óverjandi. �?etta mark reyndist lokamark leiksins og Eyjamenn því á leið í úrslit annað árið í röð.
Á laugardaginn kemur síðan í ljós hver mótherji ÍBV verður í úrslitaleiknum en þá mætast FH og 1. deildar liðið Leiknir R. í Kaplakrika í hinum undanúrslitaleiknum. �?rslitaleikurinn sjálfur fer síðan fram á Laugardalsvelli laugarinn 12. ágúst kl. 16:00.
Misstu niður forystu á móti tíu Stjörnumönnum
ÍBV og Stjarnan mættust síðan aftur í fjörugum leik í Pepsi-deild karla sl. sunnudag þar sem lokatölur urðu 2:2 eins og fyrr segir. Mikkel Maigaard kom heimamönnum yfir eftir um 13 mínútna leik en gestirnir úr Garðabænum jöfnuðu metin fimm mínútum síðar úr vítaspyrnu sem Eyjamenn voru ósáttir með en Brian McLean átti þá að hafa handleikið boltann inni í teig. Á 22. mínútu leiksins féll McLean síðan í vítateig gestanna og var þá aftur vítaspyrna dæmd. Steig Gunnar Heiðar �?orvaldsson á punktinn og skoraði af miklu öryggi og kom ÍBV aftur í forystu.
�?að dró strax til tíðinda á upphafsmínútum síðari hálfleiks en þá fékk Stjörnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot og þar með rautt. ÍBV tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og voru það gestirnir sem náðu að gera jöfnunarmark þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en þá fylgdi Guðjón Baldvinsson eftir vítaspyrnu sem Derby Carillo varði í marki ÍBV. Jafntefli því niðurstaðan í leik sem hefði þurft að vinnast.