Árið 1963, ég lá á pallinum uppi á lofti í Stakkholti þar sem við bjuggum hjá afa og ömmu. Þar var oft gestkvæmt, allskonar fírar komu þar í heimsókn. Ég heyri að margir eru í eldhúsinu hjá ömmu og legg við hlustir. Halló, halló, já þetta var Stebbi pól, og svo heyri ég líka í frændum mínum Óskari og Einari í Betel, Sigurgeir pól er líka mættur eins og Ingólfur í Lukku, Kiddi í Brekkuhúsi, Odda í Sigtúni og Tóta á Enda. Óli Ísfeld, nú var ég hissa, Laugi í Lyngelli, Flosi Finns, Einar á Brekku og Maggi á Hvanneyri, aðeins mjúkur. Gilli frændi, Jói danski og Óskar á Háeyri, hvað er í gangi.