Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenska sjávarútveginn verður kynnt í dag, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 12:00-13:00 í Eldheimum. Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka mun fara yfir helstu atriði sem koma fram í skýrslunni.
Að erindi hans loknu munu fara fram umræður. �?átttakendur verða þeir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. Fundarstjóri verður �?órdís �?lfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum.
Húsið opnar kl 11:45 og boðið verður uppá léttan hádegisverð. Skráning fer fram í síma 844-3017.