Góðan dag yndislega fólk, þetta er búið að ganga vel hjá okkur á makrílnum og erum við búnir að fylla afturlestina í þessum túr og byrjaðir á þeirri fremri. – En góðverk dagsins var að koma til hjálpar litlum bát, sem verið var að ferja milli strandveiðikerfa. Sem sagt milli vesturs og austurs með tilheyrandi nafnabreytingum og fleira, en þannig virkar það frábæra strandveiðikerfi. En svona vill hann Jón og fleiri hafa þetta, sjóinn stútfullan af aflóga og eldgömlum bölum sem ekki komast hjálparlaust milli hafna.