Guðfinnur Þorgeirsson, skipstjóri, vill ekki gera mikið úr óhappi sem hann varð fyrir þegar hann hrasaði á leið um borð í bát sinn Ingu VE og féll í sjóinn þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna. Ótrúleg tilviljun réði því að Bjarki Ómarsson, starfsmaður í Miðstöðinni, var þar nærri og heyrði í Guðfinni og sótti þrjá fíleflda karlmenn til að aðstoða við að ná honum úr sjónum. Guðfinni var ekki meint af volkinu en hann stundar enn sjóinn þó hann sé kominn yfir áttrætt og gefur ekkert eftir.