Eins og flestum ætti að vera kunnugt um, var leik ÍBV og Vals í Pepsídeild karla frestað í gær, fyrst og fremst þar sem vallarskilyrði á Hásteinsvelli voru ekki boðlegar en einnig var veðrið ekki mjög spennandi, rok og rigning. Sighvatur Jónsson, sem hefur séð um að mynda leiki ÍBV á Hásteinsvelli gerði gott úr ástandinu og var með skemmtilegt innslag í þættinum Pepsímörkin á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Nálgast má innslagið hér að neðan.